Kristófer Már Maronsson hagfræðinemi upplifði það af eigin skinni að honum fannst kennsla í grunnskóla ekki nægilega góð. „Þegar ég kláraði grunnskóla þá fannst mér lítið búið að kenna mér á fjármál þó að það væru þá einungis tvö ár þangað til ég varð fjárráða. Maður er að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði þá, maður vinnur sumarvinnu og svo framvegis, en maður hefur ekki hugmynd um hvað launaseðill er. Það er eitthvað sem mætti byrja að kenna strax í áttunda bekk, þegar margir byrja að vinna,“ segir Kristófer.
↧