Ræstingafyrirtækið Sólar ehf. hefur verið í stöð ugum vexti undanfarin ár og í dag er svo komið að fyrirtækið er það næststærsta á markaðnum og hjá því starfa um 320 manns. Velta fyrirtækisins hefur aukist mikið og nam m.a. 1.275 milljónum króna í fyrra og stefnir að því að hún verði 1.500 milljónir í ár að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Þórsteins Ágústssonar. Velgengnina má að hans sögn helst rekja til hugbúnaðar- og tækniþróunar sem fyrir tækið hefur fjárfest í að undanförnu auk öflugrar starfsmannastefnu
↧