Íslensku tæknifyrirtækin Skaginn 3X, Nautic ehf., Kælismiðjan Frost ehf., Brimrún ehf., Naust Marine ehf., og Verkfræðistofan Skipatækni ehf. hafa ákveðið að venda kvæði sínu í kross og stofna sameiginlegt markaðsfyrirtæki. Framkvæmdastjóri þess er Haraldur Árnason. Hann telur samvinnuna geta fleytt fyrirtækjunum enn lengra í heimi skipalausna í framtíðinni. Markmiðið er að nýta kraftana vel og ná fótfestu á erlendum mörkuðum, ekki síst í Rússlandi.
↧