Eigendur ferðaþjónustufyrirtækjanna Arctic Adventures og Extreme Iceland hafa komist að samkomulagi um kaup Arctic Adventures á Extreme Iceland og miðast kaupin við 1. júlí 2017. Extreme Iceland heldur áfram starfsemi sem sjálfstætt félag í eigu Arctic Adventures og verða núverandi eigendur Extreme Iceland hluthafar í Arctic Adventures eftir kaupin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
↧