Sjávarafurðir og ál standa að langmestu leyti undir vöruútflutningi og hefur útflutningsverðmæti hvors um sig aukist umtalsvert á milli ára. Verðmæti sjávarafurða hefur aukist um 26%, sem er að mestu leyti að þakka hærra verði sjávarafurða. Þó hefur útflutningur þeirra í tonnum talilð einnig aukist um tæplega 19.000 tonn (+6%). Betri loðnuvertíð og hærri verð fyrir mjöl og lýsi hafa haft sérstaklega mikið að segja, en útflutningsverðmæti mjöls og lýsis hefur aukist um 12 ma. kr. milli ára.
↧