Laxveiðin síðasta sumar var á heildina litið arfaslök. Einungis tvær ár skiluðu meira en 200 löxum á stöng en það voru Selá í Vopnafirði og Laxá á Ásum. Samantekt yfir veiðina leiðir í ljós að hún dróst saman á milli ára í 38 af 51 laxveiðiá. Þar sem uppistaðan í veiðinni næsta sumar verður úr hrygningunni árið 2015 er ýmislegt sem bendir til þess að næsta sumar geti orðið nokkuð gott veiðisumar.
↧