Gengi íslenskra hlutabréfa lækkaði mikið við opnun markaða núna í morgun og hefur Úrvalsvísitalan fallið um 1,46% þegar þetta er skrifað. Lækkunin kemur í kjölfar mikillar hækkunar í lok síðustu viku, en á fimmtudag hækkaði gengi vísitölunnar um 1,88%. Fór hún þá í fyrsta sinn frá efnahagshruni yfir 1.600 stig, en hún stendur nú í 1.576 stigum.
↧