Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur tilkynnt um útgáfu á nýjum tölvuleik, Gunjack fyrir farsíma og Gear VR útbúnað Samsung. Fyrirtækið mun kynna leikinn fyrir blaðamönnum og starfsmönnum tölvuleikjaiðnaðarins á Gamescom ráðstefnuninni sem hefst á morgun, miðvikudag, í Köln í Þýskalandi. Á sömu ráðstefnu, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu, kynnir fyrirtækið jafnframt annan væntanlegan leik sinn, EVE: Valkyrie, sem koma mun út fyrir PlayStation 4 leikjavélar SONY og Oculus Rift sýndarveruleikabúnað Oculus VR á PC.
↧