Í lok október nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga um 1,7 milljörðum króna og var undirliggjandi lánavirði 17,4 milljarðar króna eða um 3,8% útlána sjóðsins til einstaklinga. Heimili í vanskilum eru 936 eða tæp 2,5% heimila sem eru með lán hjá sjóðnum. Þannig standa um 98% heimila í viðskiptum við ÍLS í skilum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðarlánasjóðs fyrir október 2016.
↧