Mánaðarleg samantekt Einkaleyfastofunnar um skráð vörumerki, einkaleyfi og hönnun á Íslandi, ELS, sýnir að í síðasta mánuði voru skráð 572 vörumerki hér á landi og er það mesti fjöldi skráðra vörumerkja í einum mánuði í tíu ár. Það sem af er árinu hefur Einkaleyfastofa skráð nærri 1.000 vörumerki samanborið við 3.400 allt árið í fyrra. Að sögn samskiptafulltrúa Einkaleyfastofunnar, Jóns Gunnarssonar, má meðal annars rekja aukninguna til vitundarvakningar hjá stjórnendum fyrirtækja og uppgangs í efnahagslífinu.
↧