Skipið mun sigla um Norður Íshaf í fyrstu en svo er leiðinni heitið norður fyrir Rússland. „Það er allt að þiðna mjög hratt þarna,“ segir Kristján við Morgunblaðið. Segir hann að förin ætti að ganga greiðlega. „Rússarnir sjá um allt eftirlit. Skipið fer ekki neitt nema það sé búið undir þær aðstæður sem eru þarna,“ segir hann.
↧