Árið 1999 hóaði enskukennarinn Jack Ma saman sautján vinum sínum og háskólanemendum í íbúð sinni í borginni Hangzhou til að skapa netverslunarfyrirtækið Alibaba. Óhætt er að segja að Ma hafi tekist ætlunarverk sitt um að umbylta umhverfi netverslunar á fyrirtækjamarkaði í Kína fyrir lítil og meðalstórfyrirtæki en Alibaba er í dag stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum en tvöfalt fleiri vörur fara í gegnum fyrirtækið en Amazon og eBay til samans.
↧